Almannatryggingar

Miðvikudaginn 10. mars 1999, kl. 22:05:59 (4783)

1999-03-10 22:05:59# 123. lþ. 84.20 fundur 520. mál: #A almannatryggingar# (örorkumat) frv. 62/1999, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[22:05]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég hefði gjarnan viljað fá skilgreint betur hvernig --- nú er allur gangur á því hvernig ný lög eru kynnt hjá Tryggingastofnun --- á að kynna þeim öryrkjum, sem e.t.v. ættu rétt á breytingu á sínu mati. Verður þeim sent bréf eða hvernig verður farið í þá kynningu?

Ég spyr hæstv. ráðherra í framhaldi af þessu með 40 milljónirnar, telur hæstv. ráðherra að sú fjárveiting muni duga til að sinna því verkefni þannig að ekki verði biðlistar eftir endurhæfingu eins og er í dag?