Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 10:52:28 (4904)

1999-03-11 10:52:28# 123. lþ. 85.11 fundur 521. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (úrskurðarnefnd o.fl.) frv. 60/1999, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[10:52]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Öryrkjabandalagið og Landssamband eldri borgara hafa óskað eftir að fá formlega aðkomu að Tryggingastofnun. Nú er verið að breyta stjórnsýslu Tryggingastofnunar í ýmsum grundvallaratriðum. Sett er á laggirnar sérstök úrskurðarnefnd. En við þessar breytingar eykst þörfin á lýðræðislegu aðhaldi. Við teljum rétt að verða við þessum óskum Öryrkjabandalagsins og Landssambands eldri borgara og teljum að þetta verði stofnuninni til góðs og öllum þeim sem við hana skipta.