Skipulags- og byggingarlög

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:32:11 (4920)

1999-03-11 11:32:11# 123. lþ. 85.17 fundur 352. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (skipulag miðhálendisins) frv. 58/1999, SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:32]

Siv Friðleifsdóttir:

Virðulegur forseti. Ég lýsi sérstakri ánægju með niðurstöðu málsins. Hér kemur fram að í samvinnunefndinni eiga að vera fulltrúar frá höfuðborgarsvæðinu. Þar á að vera fulltrúi frá Reykjavíkurborg og einn frá Samtökum SSH og SSS, þ.e. Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjunum og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þau tilnefna saman einn fulltrúa þannig að hér koma öll sjónarmið að. Ég vil lýsa sérstakri ánægju með þetta. Nú verður hálendið skipulagt sem ein heild í nefnd sem skipuð er fulltrúum alls landsins. Ég segi því já.