Náttúruvernd

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 11:45:14 (4925)

1999-03-11 11:45:14# 123. lþ. 85.19 fundur 528. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 44/1999, ÓÖH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[11:45]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Setning nýrra náttúruverndarlaga markar tímamót í náttúruvernd og umhverfismálum hér á landi. Frv. þetta leysir af hólmi úrelt lög frá 1971 og staðfestir nútímaviðhorf í náttúruvernd. Frv. rýmkar rétt almennings til að ferðast sem frjálsast um landið og dveljast þar án þess að gengið sé á eðlilegan rétt landeigenda.

Lög þessi gera okkur kleift að taka skipulega á landslagsvernd, efnistöku, verndun náttúrulegra búsvæða og innflutningi á plöntum og dýrum svo nokkuð sé nefnt.

Árum saman hefur verið stefnt að setningu þessara laga. Það er því ánægjulegt að slíkt skuli hafa tekist undir forustu hæstv. umhvrh. Guðmundar Bjarnasonar. Ég segi já.