Hollustuhættir og mengunarvarnir

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:12:21 (4935)

1999-03-11 12:12:21# 123. lþ. 85.20 fundur 526. mál: #A hollustuhættir og mengunarvarnir# (gjaldskrá sveitarfélaga) frv. 59/1999, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:12]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Það frv. sem er til afgreiðslu er að flestu leyti til bóta. Ég er því meðmæltur að sveitarstjórnir fái aukin áhrif á setningu gjaldskrár af þeim toga sem hér um ræðir. Á hinn bóginn verður því ekki neitað að sú brtt. sem kemur frá meiri hluta umhvn. skaðar málið umtalsvert og er stílbrot á annars ágætu máli. Mér finnst það þó ekki nægja til að vísa málinu í heild sinni aftur til föðurhúsanna og greiði því atkvæði gegn frávísunartillögunni en hvet hins vegar þingheim til þess að fella þessa brtt. nefndarinnar. Hún er algert stílbrot á annars þokkalegu máli.