Hollustuhættir og mengunarvarnir

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:13:55 (4936)

1999-03-11 12:13:55# 123. lþ. 85.20 fundur 526. mál: #A hollustuhættir og mengunarvarnir# (gjaldskrá sveitarfélaga) frv. 59/1999, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:13]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Það lagafrv. sem við erum að afgreiða er um sumt góðra gjalda vert þótt það hefði þurft mun betri skoðunar við eins og fram kemur í nál. minni hluta frá hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni. Að vísu fór málið til tveggja aðila til umsagnar. Það var Samband ísl. sveitarfélaga og Vinnuveitendasamband Íslands. Enda varð niðurstaðan sú að Vinnuveitendasambandið tróð fulltrúa sínum inn í hverja einustu heilbrigðisnefnd í landinu þannig að meiri hlutinn, Sjálfstfl. og að sjálfsögðu einnig Framsfl., vegna þess að skipunin kemur þar að lútandi, hefur orðið við þessari beiðni.

Ég greiði atkvæði gegn þessu, bæði gegn vinnubrögðunum og gegn tillögunni sem ég tel vera mjög til ills. Að öðru leyti mun ég sitja hjá við afgreiðslu frv.