Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:26:20 (4942)

1999-03-11 12:26:20# 123. lþ. 85.22 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, ArnbS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:26]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Einkum tvennt hefur áunnist með tillöguflutningi um undirbúning jarðganga á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og vinnslu málsins á Alþingi. Annars vegar að í ljós hefur komið að mikil samstaða er með Austfirðingum um að rétt sé að hefja jarðgangagerð á Austurlandi með jarðgöngum á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar eins og fram kemur í umsögnum frá sveitarstjórnum á Austurlandi og samtökum sveitarfélaga. Hins vegar að umræða um jarðgangagerð á Íslandi er hafin á ný af alvöru með því að samgrh. er falið að vinna að áætlun um gerð jarðganga á Íslandi þar sem sérstaklega verði horft til framkvæmda sem komi m.a. í stað kostnaðarsamrar vegagerðar, stytti vegalengdir og stækki atvinnusvæði.

Mál þetta hefur hlotið farsælan endi með afgreiðslu þess í dag. Tillagan fjallar um undirbúning jarðganga og það gerir brtt. hv. samgn. einnig og því segi ég já.