Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:29:43 (4945)

1999-03-11 12:29:43# 123. lþ. 85.22 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, MS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:29]

Magnús Stefánsson:

Herra forseti. Hér er verið að taka afstöðu til þess að unnin verði langtímaáætlun um gerð jarðganga á Íslandi. Umræðan um jarðgöng hefur verið óábyrg og út og suður að undanförnu og hefur það skapað óraunhæfar væntingar og óþarfa togstreitu milli landsvæða út um landið.

Hér er ekki verið að samþykkja framkvæmdir við ákveðin jarðgöng eins og upphaflega tillögugreinin gerði ráð fyrir heldur er brtt. samgn. um nýja tillögugrein og fyrirsögn um að þessi mál verði sett í ákveðinn og eðlilegan farveg, að unnin verði áætlunargerð jarðganga sem Alþingi mun síðan fjalla um. Það er hinn eðlilegi framgangsmáti málsins og ég segi já.