Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:30:29 (4946)

1999-03-11 12:30:29# 123. lþ. 85.22 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:30]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það er greinilegt að kosningar eru í nánd. Öll umræðan um þetta mál er fáránleg. Hér tala menn eins og það sé verið að samþykkja jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Hér er bara verið að fjalla um allt annað mál. Ég efast um að þetta mál sé þinglegt eins og það liggur fyrir og það kom greinilega fram í umræðunni í nótt. Hér er verið að samþykkja allt aðra tillögu en er merkt hér nr. 22. Hér er verið að samþykkja tillögu um langtímaáætlun í jarðgangagerð. Þetta er fáránlegur málatilbúnaður og ég tek ekki þátt í svona dellu og greiði þess vegna ekki atkvæði.