Langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:33:05 (4948)

1999-03-11 12:33:05# 123. lþ. 85.22 fundur 356. mál: #A langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi# þál. 26/123, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:33]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég vek á því athygli að hér eru greidd atkvæði um tillögu sem heitir: ,,Tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í gerð jarðganga á Íslandi.`` Þetta er auðvitað það sem átti að gera við afgreiðslu og umfjöllun langtímavegáætlunar. Stjórnarflokkarnir heyktust á því viðfangsefni. Það sem hér er lagt til er einfaldlega þetta: Það er lagt til að nýr samgrh. og ný ríkisstjórn móti þessa stefnu. Það er gott mál. Ég segi já.