Almannatryggingar

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 13:07:11 (4954)

1999-03-11 13:07:11# 123. lþ. 86.2 fundur 520. mál: #A almannatryggingar# (örorkumat) frv. 62/1999, GHelg (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 123. lþ.

[13:07]

Guðrún Helgadóttir (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Eftir ítarlega umræðu um þetta mál í gær birtist allt í einu brtt. sem ég verð bara að játa að ég skil ekki um hvað snýst. Eflaust er þetta blásaklaust og enginn vandi að vera samþykkur því. Hv. þm. Siv Friðleifsdóttir kom í pontu og ég hélt að hún ætlaði að skýra fyrir okkur í hverju þessar breytingar væru fólgnar. Hún tilkynnir hins vegar að þetta séu einungis tæknileg atriði.

Ég hlýt að óska eftir því, hæstv. forseti, að fá að vita hvaða tæknilegar breytingar þetta eru. Mér þykir leiðinilegt ef ég er svo miklu tregari en allir aðrir hv. þingmenn að ég skilji þetta ekki. Þannig er nú bara málið. Ég mundi vilja biðja hv. þm. að gera okkur þetta ljóst í einhverju formi umræðu þannig að við vitum um hvað við erum að greiða atkvæði.