Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 13:11:28 (4956)

1999-03-11 13:11:28# 123. lþ. 86.3 fundur 521. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (úrskurðarnefnd o.fl.) frv. 60/1999, SF (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 123. lþ.

[13:11]

Siv Friðleifsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil nota tækifærið og geta þess í stuttu máli að fyrr í dag komu fram alvarlegar ásakanir á mig frá hv. þm. Ögmundi Jónassyni, um að ég hefði farið með ósannindi varðandi upplýsingar frá siglinganefnd um stöðu psoriasis-sjúklinga. Ég vil því lesa úr bréfi frá Sigurði Thorlacius, tryggingayfirlækni og formanni siglinganefndar, þar sem hann segir:

,,Nefndinni bárust engar umsóknir á árinu 1997.`` Ég vísa því algerlega á bug að ég hafi farið með ósannindi hér.