Landshlutabundin skógræktarverkefni

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 15:50:10 (4972)

1999-03-11 15:50:10# 123. lþ. 87.3 fundur 484. mál: #A landshlutabundin skógræktarverkefni# frv. 56/1999, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 123. lþ.

[15:50]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti neyðist til að vekja athygli hv. þingmanna á að enn erum við í tímaþröng. Við stöndum frammi fyrir því að áætlanir okkar um þingfrestun geti farið úr böndum ef umræður hefjast um einstök mál, önnur en sjávarútvegsmálin sem umsamið var að fundinum lyki á. Forseti vill því eindregið hvetja þingmenn til að hafa umræður í hófi. Forseti hlýtur að nota heimild sína til þess að ákveða að andsvör verði í styttra lagi, ein mínúta á mann.

[15:51]