Landshlutabundin skógræktarverkefni

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 15:51:04 (4973)

1999-03-11 15:51:04# 123. lþ. 87.3 fundur 484. mál: #A landshlutabundin skógræktarverkefni# frv. 56/1999, EgJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 123. lþ.

[15:50]

Egill Jónsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal virða óskir forseta að þessu leyti. Ég geri mér vel ljóst að hægt væri að taka þetta mál í gíslingu. Það ætla ég hins vegar ekki að gera.

Ég vil hins vegar vekja athygli á því að þrátt fyrir það að nefndarmenn hafi forföll á fundum þá er oft leitað eftir því hvort þeir vilji undirskrifa nefndarálit. Svo var ekki heldur var ég bókaður fjarverandi í þessu tilviki. Þar gerðist hvort tveggja að ég var bókaður fjarverandi og mér ekki boðaður þessi fundur. Það lá reyndar fyrir að ég hafði neikvæða afstöðu gagnvart frv.

Nú hef ég fengið staðfest að það sem síðar var talað um, að þetta væri sérstaklega þóknanlegt bændum, er ekki sannleikur.