Landshlutabundin skógræktarverkefni

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 15:52:16 (4974)

1999-03-11 15:52:16# 123. lþ. 87.3 fundur 484. mál: #A landshlutabundin skógræktarverkefni# frv. 56/1999, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 123. lþ.

[15:52]

Landbúnaðarráðherra (Guðmundur Bjarnason) (andsvar):

Hæstv. forseti. Út af því að hv. þm. kvaðst hafa haft samráð við mig um málið vil ég segja örfá orð. Það er rétt að hann hringdi í mig rétt fyrir þennan fund og tjáði mér að hann væri andvígur málinu. Ég sagði honum að ég legði mikla áherslu á að málið yrði afgreitt eins og ég hafði gert við nefndina sjálfa, talið það brýnt hagsmunamál fyrir skógarbændur í landinu, fyrir bændur alla og fyrir byggðastefnu. Það stendur. Ég vildi bara að þetta kæmi fram.