Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 16:25:53 (4983)

1999-03-11 16:25:53# 123. lþ. 87.11 fundur 612. mál: #A stjórn fiskveiða# frv. 9/1999, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 123. lþ.

[16:25]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Kröfur um að eitthvað verði gert fyrir strandveiðiflotann hafa loksins borið árangur. Það er hins vegar grátlegt hversu skammt meiri hlutinn vildi ganga. Ekki vildi hann snerta við Kvótaþingi, ekki gæta jafnræðis gagnvart smábátum á aflamarki og ekkert vildi hann gera fyrir hinn hefðbundna vertíðarflota. Þetta er því mjög takmörkuð björgun sem hér á sér stað, aðallega leiðréttingar og lagfæringar á lögum um veiði smábáta sem gerðar voru í janúar sl. gegn vilja okkar stjórnarandstæðinga. Þeir sem með þeirri lagasetningu pissuðu í skóna sína eru núna tveimur mánuðum síðar að reyna að vinda eitthvað úr sokkunum.