Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 25. mars 1999, kl. 10:51:42 (0)

1999-03-25 10:51:42# 123. lþ. 91.2 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv. +, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 123. lþ.

[10:51]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Hér er verið að ljúka lagasetningu sem ég óttast að leiði ekki til velfarnaðar. Við tvær umræður á Alþing hef ég gagnrýnt þessi áform ítarlega og efnislega og þarf ekki að endurtaka það hér og nú. Það hefði að mínu mati verið unnt að standa á annan veg að þessu máli sem hefði þar með getað leitt til meiri sátta. Svo er ekki. Því segi ég nei.