Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 25. mars 1999, kl. 10:55:13 (0)

1999-03-25 10:55:13# 123. lþ. 91.2 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv. +, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 123. lþ.

[10:55]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég get ekki stutt þetta mál eins og það ber að. Í fyrsta lagi er ég ósáttur við útfærslu kjördæmamarka eins og sá rammi er lagður í frv. Ég er afar ósáttur við að ekki skuli vera gert ráð fyrir að Norðurlandsfjórðungur fái að halda saman sem eitt kjördæmi og mér kemur skipting eins sveitarfélags, þ.e. Reykjavíkur, í tvö kjördæmi spánskt fyrir sjónir.

Ég er í öðru lagi mjög ósáttur við þann þröskuld sem settur er í frv. hvað varðar úthlutun jöfnunarsæta og ég tel hann ólýðræðislegan.

Í þriðja lagi harma ég, herra forseti, að í tengslum við þessar breytingar á kosningalögum og stjórnarskrá skuli ekki reynt að taka skref í átt til aukins persónukjörs. Ég greiði því ekki atkvæði.