Kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.

Fimmtudaginn 01. október 1998, kl. 15:37:18 (12)

1998-10-01 15:37:18# 123. lþ. 1.1 fundur 7#B kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 1. fundur, 123. lþ.

[15:37]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. þingskapa skal fara fram kosning sex varaforseta. Það er tillaga forseta að að þessu sinni verði einungis kosnir fjórir varaforsetar svo sem verið hefur á þessu kjörtímabili. Leita þarf afbrigða frá þingsköpum um að kosning 5. og 6. varaforseta fari ekki fram að svo stöddu og skoðast þau samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum. Það er ekki hreyft andmælum og afbrigðin eru því samþykkt. Hefst þá kosning fjögurra varaforseta. Ég vil biðja um lista.