Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 13:40:07 (46)

1998-10-05 13:40:07# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[13:40]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta atriði var mjög óljóst í fjárlögunum og ráðherra hefur skýrt það. Hins vegar vek ég athygli á því að framsetning mín á því að kostnaður við 120 ný hjúkrunarrými er lægri en nemur skerðingunni á Framkvæmdasjóði fatlaðra og þeirri fjárhæð sem rennur til ríkissjóðs af þeirri upphæð sem hefði í raun átt að renna til úrbóta í málaflokki fatlaðra. Sú athugasemd mín stendur þá óbreytt og ég lít þá á þögn hans sem samþykki á því að þarna sé ekki um aðrar tölur að ræða. Ég vek athygli á því og tel það mjög alvarlegt að við erum búin að gagnrýna þessi mjúku mál allt þetta kjörtímabil og úrræðaskort ríkisstjórnarinnar og að hér skuli blasa við að ekki er hægt að taka á í einum málaflokki hinna mýkri mála öðruvísi en að skerða verulega annan, eins og þarna er. Það er mjög auðvelt og eðlilegt að setja saman 245 millj. kr. skerðingu á málaflokki fatlaðra og innan við 240 millj. kr. útgjöld til 120 nýrra hjúkrunarrýma. Þetta er öll reisnin, virðulegi þingheimur.