Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 14:06:19 (61)

1998-10-05 14:06:19# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[14:06]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Ég vænti þess, hæstv. forseti, að í framhaldi af þessum umræðum af hálfu hv. þm. muni hann flytja brtt. um að fella brott þessi framlög til landafundanefndar, til Reykjavíkur -- menningarborgar árið 2000, til kristnihátíðarnefndarinnar og afmælishátíðarinnar á Þingvöllum í tilefni af 1000 ára kristni. Það er rökrétt framhald af þessari ræðu. Þar er um að ræða margvíslega útgáfustarfsemi, kynningarstarfsemi og margt margt fleira sem mun gagnast Íslendingum í framtíðinni. Vita menn ekki hvað hefur verið að gerast vestan hafs í sambandi við það sem á ensku er kallað Leif Ericson Millennium Commission sem er íslenska landafundanefndin. (ÖJ: Veit ráðherrann hvað er að gerast hjá öryrkjum?) Þetta er málið sem um er að ræða í þessari fjárhæð sem hv. þm. nefndi. Ég tel rétt að hann flytji þá brtt. um að fella þetta brott og við hættum við að minnast landafundanna, kristnihátíðarafmælisins og taka þátt í því að Reykjavík verði menningarborg árið 2000. Það er auðvitað valkostur. Ef hann flytur slíka tillögu þá skulum við ræða það í sameiningu hvernig hægt sé að nota þá peninga. En auðvitað eru þetta ekki allt tóm veisluhöld. Það er verið að minnast merkra tímamóta í sögu landsins, taka þátt í menningarborgaverkefni til þess að koma Íslandi á kortið í Evrópu og annars staðar. Menn geta ekki talað svona með svona samanburð. Þetta á ekki rétt á sér, hv. þm.