Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 14:08:47 (63)

1998-10-05 14:08:47# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[14:08]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Hér er ekki um að ræða nýja heimild. Þessi heimild er í fjárlögum yfirstandandi árs og man ég ekki hvort hún kom þá inn í fyrsta sinn eða hvort hún er enn eldri en það.

Hérna er einfaldlega um það að ræða að menn hafi heimild til þess að ráðstafa þessu húsnæði ef það verður talið skynsamlegast að hætta rekstri þessara veislu-, samkvæmis- og fundarsala á vegum ríkisins. Það er vitað að þessi aðstaða er leigð út og þeir sem þarna hagnýta sér þessa aðstöðu borga fullt endurgjald fyrir það í hvert skipti eins og auðvitað á að vera. Það er auðvitað það eðlilega að þegar ríkisstofnanir og ráðuneyti þurfa á þessum salarkynnum að halda greiði þau fyrir það þannig að hérna er um að ræða vissa samkeppni við aðra slíka aðila í bænum sem leigja út fundaraðstöðu. Raunin er nú sú að ráðuneyti ýmis hver og stofnanir eru í vaxandi mæli farin að skipta við aðra aðila en þann sem rekur Borgartún 6 og hefur gert með miklum ágætum lengi. Það er því bara verið að opna fyrir þann möguleika ef niðurstaðan verður sú, að þá sé hægt að ráðstafa þessu húsnæði og selja það. Þá getur auðvitað vel verið að ýmsir aðilar hafi áhuga á því að kaupa það annaðhvort til að nota það áfram í sama skyni eða til annarrar starfsemi. Þetta er eingöngu það sem um er að ræða.