Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 14:10:12 (64)

1998-10-05 14:10:12# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[14:10]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherra upplýsir hér að þessi heimild hafi verið í fjárlögum í fyrra. Ég man ekki eftir að ég hafi tekið eftir því. En sú spurning vaknar hver sé stefnan. Er verið að setja þetta inn til að halda opnum möguleika eins og hæstv. ráðherra nefnir eða hvað ætlar ríkisstjórnin í þessum efnum?

Ég hef ekki orðið vör við annað en mikil eftirspurn væri eftir þessum salarkynnum og m.a. höfum við þingmenn notað þessa aðstöðu þegar við höfum þurft að halda stærri fundi. Það er nú einu sinni svo að ekki er mikið um slíka fundarsali af hæfilegri stærð og mér fyndist rétt að ríkisstjórnin upplýsti okkur um það hver stefna hennar er í þessum málum. Ég fæ ekki betur séð en að full sé þörf fyrir slík salarkynni og ef það er raunverulega er ætlunin að selja þarna þá mundi ég halda að bæði Alþingi og ýmsir aðrir þyrftu að fara að hugsa sinn gang og þar með talin ríkisstjórnin.