Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 18:09:05 (99)

1998-10-05 18:09:05# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[18:09]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi lyfin munum við fara þær sömu leiðir og við höfum farið síðustu tvö ár og þær leiðir hafa ekki hækkað lyfjakostnað heimilanna. Við munum fara þær sömu leiðir vegna þess að við munum nýta okkur þá samkeppni sem er í gangi og hún hefur ekki orðið til þess að lyfjaverð til sjúklinga hafi hækkað. Þó svo að hlutfallið hafi hækkað innan tryggingakerfisins hefur samkeppnin orðið þess valdandi að sjúklingurinn greiðir minna.

Hitt málið sem hv. þm. kom inn á var um afnám tekjutengingar og sagði hann að nauðsynlegt væri að þetta lægi ljóst fyrir áður en fjárlög væru afgreidd. Að sjálfsögðu. En við erum í 1. umr. fjárlaga og fjárlög eiga eftir að taka einhverjum breytingum.