Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 18:14:30 (103)

1998-10-05 18:14:30# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[18:14]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Forgangsröðunarnefnd skilaði af sér fyrir ekki alllöngu og munum við vinna eftir þeim tillögum sem þar liggja fyrir. Við erum ekki að breyta lögum en það er mjög gagnleg vinna sem þar fór fram og unnið verður eftir því plaggi.

Annað held ég að hafi ekki komið fram í fyrirspurnum hv. þm. en mig langar að minnast á það af því að hér hefur verið rætt um stóru sjúkrahúsin og fjárvöntun að það hljóta náttúrlega allir að kjósa nýja jafnaðarmannaflokkinn því að í stefnuskrá hans stendur einfaldlega að sjúkrahúsin skulu fá það fjármagn sem þau þurfa, hvað sem það þýðir.