Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 19:13:26 (119)

1998-10-05 19:13:26# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[19:13]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna alútboðs sem hv. þm. nefndi hér áðan varðandi Barnaspítala Hringsins þá nefndi hann ekki aðalatriðið. Hve miklu fjármagni var ætlað til verksins meðan hv. þm. var ráðherra? Það var ekki fyrr en sú sem hér stendur settist í ráðherrastól að ætlaðir voru peningar til verksins. Það fer náttúrlega enginn í alútboð í verkefni sem kostar 1 milljarð án þess að það sé fimmeyringur á fjárlögum til verksins.