Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 19:26:49 (125)

1998-10-05 19:26:49# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[19:26]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þetta nokkuð góð hugmynd hjá 9. þm. Reykn. Ég er fús að ræða við hann og við ættum í sameiningu að setjast yfir það hvernig unnt væri að greina þessa skuldasöfnun. Ég held að það sé mikilvægt verkefni. Þar að þyrfti náttúrlega viðskrn. fyrst og fremst að koma líka.

Ég tel mikilvægt að gera sér grein fyrir því að e.t.v. væri hægt að setja upp einhver hættumerki, eitthvað til varnaðar sem yrði til þess að menn færu sér ekki fjárhagslega að voða.