Jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn

Miðvikudaginn 07. október 1998, kl. 14:47:51 (172)

1998-10-07 14:47:51# 123. lþ. 5.9 fundur 23. mál: #A jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn# þál., Flm. GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 123. lþ.

[14:47]

Flm. (Guðný Guðbjörnsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar aðeins að koma inn á eitt atriði sem hv. þm. nefndi, þ.e. hvort skylda eigi fólk til þess að mæta og hvort því verði gert að sækja þessi námskeið. Þessi umræða kom einnig fram á síðasta þingi, þá beint frá Páli Péturssyni, hæstv. félmrh. Þetta orðalag er hugsað út frá því viðmiði að þetta sé jafnsjálfsagt og að læra um fjármál eða uppbyggingu stofnunar og eigi ekki endilega að vera val og háð áhugamáli.

Hins vegar er ég sammála hv. þm., út frá uppeldisfræðilegum sjónarmiðum, um að almennt sé æskilegra að fræðsla sé sótt af fúsum og frjálsum vilja fremur en skyldu. Reynslan sýnir að það virðast oft sem konurnar og áhugasama fólkið um jafnréttismál sæki slík námskeið aftur og aftur en þeir sem helst þyrftu að mæta geri það síst. Þetta orðalag er haft þarna nokkuð markvisst og þá fyrst og fremst út frá þeirri hugsun að þetta eigi að vera jafnsjálfsagt og hver önnur fræðsla til stjórnenda stofnana.