Undirritun Kyoto-bókunarinnar

Fimmtudaginn 08. október 1998, kl. 12:37:27 (227)

1998-10-08 12:37:27# 123. lþ. 6.3 fundur 41. mál: #A undirritun Kyoto-bókunarinnar# þál., VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 123. lþ.

[12:37]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ekki nóg að segja okkur hv. þm. að stefna sé skýr þegar okkur finnst hún óskýr. Hún er óskýr og hv. þm. veit það sjálfur. Vill hv. þm. ekki að sérhagsmunir Íslands séu metnir? Er það niðurstaða þessarar umræðu? Vill hann ekki að við reynum að ná okkar fram í þessum samningum og að aðstæður okkar, sem eru sérstakar, séu metnar? Það er best að fá svar við því. Ég tók eftir að hæstv. umhvrh. vitnaði til orða eins hv. þm. Alþfl. sem sagði áður en farið var til Kyoto að hugmyndir okkar og kröfur yrðu hlegnar út af borðinu, en þegar hann sá að hlustað var á okkur skrifaði hann leiðara þess efnis að að sjálfsögðu hefði verið tekið tillit til sérhagsmuna Íslendinga. Ég vil spyrja hv. þm.: Vill hann að Ísland berjist fyrir því að sérstaða Íslands sé metin, ekki síst þegar það samræmist þeim megináherslum sem settar eru fram í bókuninni?