Einkavæðing fiskeldisfyrirtækisins Stofnfisks

Mánudaginn 12. október 1998, kl. 15:10:29 (258)

1998-10-12 15:10:29# 123. lþ. 7.1 fundur 39#B einkavæðing fiskeldisfyrirtækisins Stofnfisks# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 123. lþ.

[15:10]

Landbúnaðarráðherra (Guðmundur Bjarnason):

Hæstv. forseti. Ég get vel fallist á að það sé sjálfsagt að landbrh. hafi samband við einkavæðingarnefnd um að við séum sammála um að rétt sé að hlutunum farið og ég mun gera það. Ég hef reyndar verið í viðræðum við fulltrúa einkavæðingarnefndar um málsmeðferðina þannig að það hafa verið ágætissamskipti og samband þar á milli og engin hætta á að neinir hnökrar séu í því efni.

Um það hvort hér sé um að ræða sérreglur sem fylgi við sölu eða frjálsan samning, þá vil ég undirstrika það að ég tel að þarna sé ekki um að ræða sérreglur sem brjóti starfsreglur einkavæðingarnefndarinnar heldur sé þetta samningur sem hefur verið gerður við þetta fyrirtæki. Sá samningur hefði getað verið gerður við eitthvert annað fyrirtæki, eins og ég segi í viðtalinu. Var það þá mismunun gagnvart einhverjum enn öðrum fyrirtækjum? Ef samningurinn er gerður á viðskiptalegum grundvelli og talinn eðlilegur og hefur verið endurskoðaður með tilliti til sölu fyrirtækisins eða einkavæðingarinnar á Stofnfiski, þá sé ég nú ekki vandann sem reynt er að draga fram varðandi þetta mál.