Skemmdir á hafsbotni af völdum veiðarfæra

Mánudaginn 12. október 1998, kl. 15:23:50 (270)

1998-10-12 15:23:50# 123. lþ. 7.1 fundur 42#B skemmdir á hafsbotni af völdum veiðarfæra# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 123. lþ.

[15:23]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Öll þekking um þetta efni er mikilvæg og íslenskir vísindamenn hafa leitað upplýsinga og þekkingar erlendis frá en fyrst og fremst þurfum við að skoða þetta og rannsaka út frá íslenskum aðstæðum. Samvinna við sjómenn og útvegsmenn um umgengni um auðlindir sjávar er brýn. Það hefur verið starfandi nú um nokkurra ára skeið sérstök samstarfsnefnd ráðuneytisins, sjómanna og útvegsmanna sem fjallar um umgengni um auðlindina, m.a. um notkun veiðarfæra. Fulltrúar frá útvegsmönnum og sjómönnum hafa skipst á um að hafa forustu í þessari nefnd. Ég tel að hún hafi skilað mjög góðu starfi og hafi leitt til bættrar umgengni um auðlindina og það verður áfram lögð rík áhersla á samstarf af þessu tagi.