Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Mánudaginn 12. október 1998, kl. 17:32:52 (313)

1998-10-12 17:32:52# 123. lþ. 7.9 fundur 14. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 123. lþ.

[17:32]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er náttúrlega frekar leiðinlegt hve ráðherrann tekur illa eftir en ég gerði mér grein fyrir því að þeir ráðherrar voru að spjalla saman þegar ég var að flytja þessa stuttu ræðu mína. Ég var að vísa í orð Ragnheiðar Ólafsdóttur umhverfisstjóra sem eftir henni voru höfð í Degi í vor. Hún vísaði í þá einu skýrslu sem væri að finna sem e.t.v. er eftir þessa ungu konu sem ráðherrann nefndi.

Ég spyr hins vegar ráðherrann að gefnu tilefni af því að hann var að segja að Alþingi þyrfti þá að gera breytingar á lögum: Styður hann það að Alþingi geri þær breytingar á lögum að það sé stjórnvalda að vera með stefnumörkun og stjórnvalda að setja hluti í umhverfismat á grunnstigi? Styður hann það?