Smíði varðskips

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 14:01:14 (336)

1998-10-14 14:01:14# 123. lþ. 10.3 fundur 30. mál: #A smíði varðskips# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., VS
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[14:01]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Ég tel að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá hæstv. ríkisstjórn að ákveða að þetta skip skuli smíða á Íslandi og tel reyndar að það hafi legið nokkurn veginn fyrir að svo yrði gert miðað við jákvæðar yfirlýsingar hæstv. iðnrh. og hæstv. dómsmrh. á síðasta þingi.

Ég held að enginn vafi leiki á því að íslenskar skipasmíðastöðvar muni ráða við þetta verkefni og er þar að mínu mati Slippstöðin á Akureyri nokkurs konar kjarnafyrirtæki. Sú verkþekking sem var mjög rík í okkar samfélagi fyrir allmörgum árum, þ.e. að smíða skip, var í ákveðinni hættu en með þessari ákvörðun tel ég að henni hafi verið bjargað. Ég lýsi sérstakri ánægju með þessa ákvörðun.