Smíði varðskips

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 14:03:19 (338)

1998-10-14 14:03:19# 123. lþ. 10.3 fundur 30. mál: #A smíði varðskips# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÁJ
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[14:03]

Árni Johnsen:

Herra forseti. Það er rífandi lukka með þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að smíða nýtt varðskip á Íslandi. Þetta eru mikil fagnaðartíðindi. Þetta yrði væntanlega fyrsta stórverkefni um langt árabil í nýsmíði á Íslandi og sem betur fer, þrátt fyrir að ekki hafi árað vel í þeim efnum um alllangt skeið, þá hafa menn haldið sjó. Í landinu eru nokkrar skipasmíðastöðvar, vítt og breitt um landið, sem hafa burði til þess, ýmist sjálfstætt eða í samstarfi við aðra, að takast á við það mikla verkefni sem er að smíða nýtt varðskip og endurnýja þannig varðskipaflota landsmanna sem er löngu tímabært.