Gjafsóknir

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 14:09:11 (342)

1998-10-14 14:09:11# 123. lþ. 10.4 fundur 54. mál: #A gjafsóknir# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi KÁ
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[14:09]

Fyrirspyrjandi (Kristín Ástgeirsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. dómsmrh. fyrir þessi svör. Í fljótu bragði blasir það við að það eru fyrst og fremst fjárhagsástæður fólks sem leiða til þess að gjafsókn er veitt. Árið 1996 er það þó tæplega helmingur og hið sama gildir 1997 þar sem tilvikin eru heldur færri.

Eins og ég nefndi í inngangi mínum vakna auðvitað upp spurningar um það hvað búi þarna að baki. Er svona dýrt að afla gagna í málum? Eru þetta mál af því tagi sem kalla á mikla vinnu, jafnvel ferðir til útlanda eins og í forræðismálum og annað slíkt eða hvað býr þarna að baki? Ég á varla von á því að hæstv. dómsmrh. geti svarað því án þess að hafa kannað málið nánar. En þetta gefur vissulega tilefni til þess að skoða betur hvað býr þarna að baki.