Gjafsóknir

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 14:10:29 (343)

1998-10-14 14:10:29# 123. lþ. 10.4 fundur 54. mál: #A gjafsóknir# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[14:10]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. fyrirspyrjanda að það liggur ekki fyrir sundurgreining á málskostnaði í þessum tilvikum. Hann er auðvitað margs konar, þóknun til lögmanna, öflun sérfræðiálita og þar með fram eftir götunum. En það liggur sem sagt ekki fyrir sérstök sundurgreining á því hver kostnaðurinn er í einstökum tilvikum og það getur auðvitað verið mismunandi frá einu máli til annars og eftir eðli mála hvernig kostnaðurinn sundurgreinist á einstök viðfangsefni.