Skýrsla umboðsmanns Alþingis 1996

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 11:55:04 (418)

1998-10-15 11:55:04# 123. lþ. 11.5 fundur 60#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 1996# (munnl. skýrsla), VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[11:55]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi það sem hv. þm. nefndi eru sjálfsagt ýmis atriði sem umboðsmaður á við þegar hann segir þetta við okkur nefndarmenn í hv. allshn. Það þarf að rannsaka mál og síðan er ákveðinn andmælaréttur sem þarf að geta átt sér stað. Ég tel að hann hafi fyrst og fremst verið að leggja áherslu á að vanda þyrfti til þeirra verka þegar þessi mál yrðu endurskoðuð og þeim komið í betri farveg.

En það sem kom m.a. fram, þó að þessi málaflokkur eða þessi mál sem varða það sem hv. þm. nefndi séu svo mörg sem raun ber vitni og séu í sjálfu sér áhyggjumál, þ.e. að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af því, er að ákveðin þróun hefur orðið í sambandi við störf umboðsmanns þannig að nú er t.d. minna um kvartanir sem tengjast lögunum um stjórn fiskveiða en áður var. Þannig hefur þetta breyst hvað varðar málaflokkana sem þeir vinna fyrst og fremst að.

En þetta er atriði sem verður að leggja vinnu í nú á næstunni og umboðsmaður hefur þegar komið þeim skilaboðum til stjórnvalda.