Skýrsla umboðsmanns Alþingis 1996

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 11:58:14 (420)

1998-10-15 11:58:14# 123. lþ. 11.5 fundur 60#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 1996# (munnl. skýrsla), VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[11:58]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst mjög eðlilegt að hv. þm. velti þessu fyrir sér, þ.e. hvort hægt sé að setja nánari reglur um það hve langan tíma megi taka að svara erindum. Þetta er orðað einhvern veginn á þá leið að það skuli vera ,,svo fljótt sem auðið er``. Auðvitað getur verið mismunandi milli málaflokka og milli ráðuneyta og mismunandi aðstæður sem geta komið upp í þessu sambandi þannig að kannski er ekki einfalt að setja ákveðinn dagafjölda inn í lög hvað þetta varðar. En mér finnst aðalatriðið að þetta er málefni sem er til skoðunar innan stjórnsýslunnar. Við verðum að vænta þess að á því verði tekið af skynsemi og reynt að koma málum þannig fyrir að þessi atriði séu ekki eins mikið gagnrýnd og eins stór hluti af þeim málum sem berast umboðsmanni og raun ber vitni.