Umræður um frumvörp um miðlægan gagnagrunn

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 13:43:51 (432)

1998-10-15 13:43:51# 123. lþ. 11.93 fundur 63#B umræður um frumvörp um miðlægan gagnagrunn# (um fundarstjórn), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[13:43]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Við ræðum hér stjfrv. sem verið hefur í umræðu í þjóðfélaginu í sjö mánuði. Málið hefur verið til umfjöllunar og þorri þjóðarinnar heyrt um það. Fulltrúar hálfrar þjóðarinnar hafa veitt umsögn um frv. Því er rétt að taka það á dagskrá eitt og sér. Ef þessi þrjú frumvörp væru öll eins þá væri hægt að taka þau saman. En vegna þess að þau eru ekki skyld að öllu leyti þá er rétt að taka stjfrv. hér fyrir og ræða það sér.