Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 13:58:29 (439)

1998-10-15 13:58:29# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[13:58]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 15. okt. 1998:

,,Með vísan til 3. mgr. 55. gr. laga um þingsköp Alþingis leyfi ég mér að óska eftir því fyrir hönd þingflokks Alþb. að umræðutími við 1. umr. um frv. til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði og persónuvernd verði tvöfaldaður vegna mikilvægis málsins.``

Undir bréfið ritar Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþb.

Forseti verður við þessari ósk.