Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 14:50:42 (444)

1998-10-15 14:50:42# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[14:50]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan. Ég tel að tölvunefnd eigi að skera úr um hvort leyfilegt sé að samkeyra þessar upplýsingar. Fyrst og fremst leggjum við það í hendur tölvunefndar.

Varðandi seinni fyrirspurn hv. þm. hvernig standi á því að einhverjir eru tilbúnir til að leggja í svona mikinn kostnað til að mynda varðandi þróun lyfja minni ég á að bara á Íslandi greiða almannatryggingar um 8 milljarða í lyf á hverju einasta ári. Þá er ég að tala um þau lyf sem nýtt eru á sjúkrahúsum og til almennra nota. Ég held að það hljóti að svara þessari spurningu hv. þm.