Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 16:27:50 (457)

1998-10-15 16:27:50# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[16:27]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Sjálfstfl., sumir hverjir, sem virðast ætla að styðja þetta mál eru í nokkrum vanda. Módelið sem hér er reynt að ýta fram og lögfesta stangast dálítið á við þá viðskiptahætti sem menn hafa almennt reynt að koma hér á í sambandi við frjáls viðskipti. Ég held að hv. þm. sé kominn á ansi hálan ís þegar hann dregur það sérstaklega fram í þessari umræðu að þessi einkaleyfisaðili forvalti ekki þessar upplýsingar. Hann gerir það svo sterkt að það verður ekki hægt. Þannig er búið um hnútana að það verður a.m.k. mjög örðugt að ganga gegn hagsmunum hans og það er vísað sérstaklega til viðskiptahagsmuna umrædds rekstrarleyfishafa. Svo er talað um að að sjálfsögðu eigi rannsóknaraðilar að hafa þarna aðgang. Ég held að hv. þm. ætti að fara út í bæ og spyrja vísindasamfélagið á Íslandi hvaða augum það lítur þetta.