Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 17:24:41 (473)

1998-10-15 17:24:41# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[17:24]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég skil það þá þannig að hv. þm. eigi við að upp geti komið margir litlir gagnagrunnar í staðinn fyrir einn stóran miðlægan eins og við ræðum um núna. Þá erum við að bera saman ólíka kosti. Ég tek undir það sem fram kom að það getur vel verið að fleiri sæki um þetta eina starfsleyfi en eitt fyrirtæki. Það er algerlega opið þannig að segja mætti að í reynd sé þetta nokkurs konar útboð. Allir geta boðið í þennan pakka og reynt að gera samninga. Í greinargerðinni hefur verið opnað fyrir þann möguleika að hægt sé að semja um hlutdeild í hagnaði. Ég á hins vegar ekki von á því að mörg fyrirtæki banki hérna á dyrnar. Ég á reyndar aðeins von á einu fyrirtæki en það er opið fyrir alla að sækja um þetta starfsleyfi. Ef fleiri en einn gera það þá þarf heilbrrn. að velja á milli og gera það á forsvaranlegan hátt.