Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 18:32:47 (484)

1998-10-15 18:32:47# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[18:32]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Í ræðu hv. síðasta ræðumanns kom fram að gagnagrunnur sá sem umrætt frv. fjallar sé einstakur. Hann sagði að í Vestur-Evrópu hafi ekki komið til álita að gera slíkan gagnagrunn og því sé mönnum mikill vandi á höndum við að smíða hann. Ég veit að þetta er rétt.

Hann benti jafnframt á skilgreiningu Evrópuráðsins á því hvað væri ópersónulegt, að gagnagrunnur teljist ópersónulegur þegar það kostar mikinn mannafla og fyrirhöfn að brjótast þar inn.

Ég tel að menn viti, þó ekkert sé út á þessi dulkóðunar\-áform að setja og þau séu góð svo langt sem þau ná, að það er fræðilega mögulegt svipta hulunni af. Það fullyrða allir sem ég hef rætt við, það er hægt. Þá er spurningin: Ef við vitum að hægt er að taka huluna af, þá verður þetta persónugreindur gagnagrunnur hvað sem svo sem skilgreiningin segir, er þá ekki rétt að ganga frá þessari lagasetningu eins og um persónugreinanlegan gagnagrunn sé að ræða?