Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 18:34:36 (485)

1998-10-15 18:34:36# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[18:34]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Spurningin er athyglisverð. Ég verð hins vegar að segja það við hv. þm. Einar Odd Kristjánsson að við verðum að leggja mat á hið líklega en ekki það sem er fræðilega mögulegt. Við þurfum að gera okkur grein fyrir afleiðingum þess að líta á allar þessar upplýsingar sem persónulegar upplýsingar. Þá mun svigrúmið sem við viljum skapa fyrir vísindin þrengjast mjög verulega. Það mun þrengjast af ástæðum sem ég hef ekki talið vega mjög þungt vegna þess að líkindin á því að menn brjótist inn í þennan grunn eru afar lítil. Þá vil ég kannski svara spurningu þingmannsins með því að koma með aðra spurningu: Telur hann tilvinnandi að takmarka svo mjög möguleikana á því að nota þetta verkfæri vegna ástæðna sem eru svo lítilvægar?