Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 18:49:48 (494)

1998-10-15 18:49:48# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[18:49]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mikla fyrirhöfn og mikla peninga, að brjótast inn í kerfið. Allt er þetta á endanum túlkunum háð. Það er kannski þar sem vandi okkar þingmanna liggur að við þurfum að leggja ákveðið mat á þetta, hvort þetta séu persónugreinanlegar upplýsingar, m.a. út frá þessum ákvæðum og út frá túlkunum á þessum ákvæðum í gegnum tíðina. Og því sem hefur verið skrifað um það af fræðimönnum sem til þekkja á því sviði.

Það er nákvæmlega þarna, það er um ákveðið mat að ræða. Ég er alveg sammála hv. þm. í því að við getum ekki miðað við að það sé fræðilega ómögulegt, við eigum ekki að ganga svo langt, þá mundum við komast skammt í þessu lífi. En ég er ekki sannfærð eftir að hafa hlustað og fylgst vel með umræðunni að þetta sé nægilega tryggt, að þetta standist þær kröfur sem við viljum gera í þessum efnum.

En við eigum kannski eftir að fá frekari umfjöllun um þetta í heilbr.- og trn. eftir að málið hefur verið sett í þann farveg sem það er í í þeirri mynd sem það er í frv. í dag. Fróðlegt verður að heyra hvaða mat menn leggja á þetta núna eins og frv. lítur út í dag með þessari nýju dulkóðunaraðferð.