Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 11:21:55 (507)

1998-10-16 11:21:55# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[11:21]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Það eru alveg ákveðin rök fyrir því einkaleyfi sem við erum búin að margfara yfir. Það er vegna þess hvað það kostar mikið að setja grunninn upp að þá er ekki hægt að halda því fram að hann verði settur upp nema það sé einhvers konar vernd á honum.

En að draga fram að það sé svo mikil ógn af þessu af því þetta sé stórt og mikið, að aðrir geti ekki þrifist þar við hliðina á, eru algjörlega óskiljanleg rök.

Varðandi persónuverndina, að ekki megi taka þessa áhættu, þetta sé áhætta fyrir öryggi borgaranna, minni ég á að í vor þegar við fórum yfir málið töldu fulltrúar tölvunefndar að hægt væri að verja persónuverndina með reyndar miklum tilkostnaði. Í dag erum við komin með miklu betra frv. Persónuverndin er miklu betur skilgreind þar þannig að fyrir mér er alveg tryggt að persónuverndin verður í lagi.