Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 14:58:06 (538)

1998-10-16 14:58:06# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[14:58]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vona svo sannarlega að menn fari að samkvæmt sannfæringu sinni. Hins vegar verð ég að segja alveg eins og er að mér hefur fundist menn oft ganga langt í því að fylgja flokksaga í ýmsum málum sem mig grunar að þeir hefðu viljað hafa annan hátt á. Ég var að vekja athygli á því að hæstv. forsrh. þjóðarinnar sat nánast eins og pantur þegar fulltrúar hins íslenska fyrirtækis Íslenskrar erfðagreiningar og stórfyrirtækisins Hoffmann-La Roche undirrituðu viðskiptasamning sem mörgum býður í grun að hafi tengst þessu gagnagrunnsfrv. Ég vakti athygli á þessu. Ég vonast hins vegar til að það sé rétt hjá hv. þm. Hjálmari Jónssyni að menn muni hlíta sannfæringu sinni og að sú sannfæring byggi á upplýsingum um þetta mál.