Vegtollar

Mánudaginn 19. október 1998, kl. 16:35:00 (571)

1998-10-19 16:35:00# 123. lþ. 13.20 fundur 45. mál: #A vegtollar# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 123. lþ.

[16:35]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að segja að þetta er athyglisverð tillaga sem kemur frá formanni hv. samgn. En mig langar til að spyrja 1. flm. Einar K. Guðfinnsson hvort honum hafi ekki dottið í hug að skoða fleiri leiðir en tolla til að ná þeim markmiðum sem hann setur fram í ályktuninni. Til að draga úr þörf á gerð samgöngumannvirkja, stuðla að minni mengun og afla fjár til vegagerðar hafa verið notaðar aðrar aðferðir eins og t.d. ákveðnar reglur í sambandi við akstur. Í Bandaríkjunum hafa menn sett reglur um að á vissum leiðum og vissum tíma megi bílar ekki fara fram úr nema þeir sem sitja í þrír eða fjórir eða fleiri o.s.frv. til að minnka mengun og draga úr umferðarþunga. Ég hefði gjarnan viljað heyra það frá hv. þm. hvort ekki hefði komið til umræðu eða hvort hann hafi ekki hugsað út í það að sú nefnd sem hann leggur til að ríkisstjórnin setji á laggirnar til að skoða þetta skoði fleiri aðferðir en bara vegtollana til að ná þeim markmiðum.