Afnám laga um gjald af kvikmyndasýningum

Mánudaginn 19. október 1998, kl. 16:53:47 (577)

1998-10-19 16:53:47# 123. lþ. 13.19 fundur 44. mál: #A afnám laga um gjald af kvikmyndasýningum# frv., Flm. KHG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 123. lþ.

[16:53]

Flm. (Kristinn H. Gunnarsson):

Herra forseti. Á þskj. 44 flyt ég frv. til laga um afnám laga um gjald af kvikmyndasýningum en þau lög voru sett 4. febrúar 1952. Fyrri grein frv. kveður á um það að umrædd lög verði felld úr gildi og síðari grein frv. um að lög þessi öðlist þegar gildi.

Í ljós hefur komið að sveitarstjórnir nýta ekki heimild í lögunum um álagningu og innheimtu gjalds af aðgangseyri að kvikmyndasýningum, öðrum en íslenskum kvikmyndum og fræðslumyndum, allt að 10%, sem verja skal til menningar- og líknarfélaga í viðkomandi sveitarfélagi. Í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn flutningsmanns á síðasta þingi kom fram að leitað var upplýsinga frá öllum kaupstöðum landsins. Svör bárust frá 17 og í ljós kom að enginn þeirra nýtir sér þessa lagaheimild. Reykjavíkurborg og Akureyrarkaupstaður gerðu það en hættu því fyrir nokkrum árum. Þykir því ekki lengur forsenda fyrir umræddum lögum og er lagt til að þau verði afnumin. Frv. þetta var áður flutt á síðasta þingi en hlaut þá ekki afgreiðslu og er því endurflutt óbreytt.

Frv. þetta var áður flutt á síðasta þingi en hlaut þá ekki afgreiðslu og er því endurflutt óbreytt.

Að lokinni þessari umræðu legg ég til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. menntmn.